Spencer

Spencer ★★★★

ég er alls ekki mikið fyrir biopics, en svona á að gera þær rétt.
að einblína á ákveðið og afmarkað tímabil getur sagt okkur miklu meira um manneskjuna heldur en að fara í gegnum allt lífið hennar. take note hollywood.

allt í þessari mynd er stórkostlegt. kvikmyndatakan, leikmyndin, búningarnir, tónlistin, handritið.
algjör skandall að hún hafi ekki fengið tilnefningu fyrir neitt af þessu. ekki einu sinni leikstjórn, sem er svo nákvæm í höndum pablo larraín.

svo er það auðvitað kristen stewart.
ég var ekki fæddur þegar diana dó og hef ekkert kynnt mér hana, svo ég get ekki sagt til um hversu nákvæm kristen er raunverulegu diönu.
burtséð frá því er hún algjörlega stórfengleg.
ég er alltaf svo glaður að sjá hana sýna hvað hún er frábær leikkona.
hún getur sagt meira með augnsvip en margir aðrir leikarar geta með öllum sýnum tólum, og því er ég alveg viss um að hún taki gullstyttuna heim um helgina. annað kemur ekki til greina.

Block or Report

Thorsteinn liked these reviews